Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

Góð ráð • Skapið – Að búa til líkan snýst um að nemendur geri hugmyndina hlutkenndari og áþreifanlegri; þess vegna þarf líkanið ekki vera fullkomið í byrjun. Hægt er að komast langt með pappír, skærum, plaströrum, leir, lími og tannstönglum. – Það er góð hugmynd að nýta tengslanet nemenda þegar búið er til líkan. • Rannsakið: – Góð hugmynd er að nýta núverandi og hugsanlegt tengslanet nemendanna (sjá 1. stig) þegar þeir eiga að fara út og byggja upp nýja þekkingu. – Nemendur komast langt í ferlinu með því að vera forvitinir og setja sig í spor markhópsins. – Með því að nota hugarkort geta nemendur fengið yfirsýn yfir núverandi þekkingu sína á efninu og á hvaða sviðum þá vantar þekkingu. Mótið hugmyndina með því að gera frumgerð Frumgerð er leið til að sýna hugmynd sína þannig aðhún sé áþreifanlegri bæði fyrir nemendurna sjálfa og fyrir markhópinn. Hægt er að búa til myndband, veggspjald, þrívíddarprent, líkan o.fl. Frumgerðir eru verkfæri til að nemendur geti prófað hugmynd sína í reynd og þær eru því ekki ætlaðar sem endanleg afurð. Með því að vinna með frumgerð fá nemendur tækifæri til að prófa mismunandi eiginleika hugmyndarinnar og finna þannig í framhaldinu nýja möguleika og áskoranir sem þeir þurfa að taka tillit til. Ein helsta ástæðan fyrir því að gera frumgerð er að fá viðbrögð frá markhópnum. Það gera nemendur með því að hafa samband við markhópinn til þess að fá að vita hvað honum finnst. Hér getur frumgerðin verið góður útgangspunktur í samskiptum. Það er mikilvægt að muna að nemendur geta þróað frumgerðina áfram og lengra eftir því sem líður á ferlið. Nemendur þurfa ekki að bíða þar til hugmyndin er fullmótuð því þeir geta prófað og betrumbætt hana í gegnum allt ferlið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=