Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar
45 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 3. STIG, SKÖPUNAR- OG RANNSÓKNARSTIG – STEFNUMÓT VIÐ RAUNVERULEIKANN Nú hafa nemendur valið hugmynd og tími til kominn að tengja hana við raunveruleikann. Á þessu stigi eiga þeir því að ná sér í þekkingu sem þegar er til staðar og uppgötva nýja hluti sem tengjast hugmynd þeirra. Til að skapa nýjar og notadrjúgar lausnir verður að þekkja markhópinn, veruleika hans og hvaða þörfum og áskorunum hann stendur frammi fyrir. Þess vegna er grundvöllurinn að því að þróa hugmynd að skilja heiminn/kringumstæðurnar sem skapa vandamálið. Fyrsta skrefið er að kanna núverandi þekkingu sem til er um vandamálið sem nemendurnir vinna með. Þetta getur falið í sér að kanna fagþekkingu, hvaða lausnir eru til nú þegar og hvort þörfin er raunveruleg. Næsta skref er að skilja raunveruleikann út frá nýrri þekkingu. Hér eiga nemendur sjálfir að byggja upp þekkingu með því að gera athuganir, taka viðtöl eða senda út spurningalista. Mestur árangur næst ef allt þrennt er gert því þá fæst breiðasta þekkingin og mestu viðbrögðin. Annað mikilvægt er að íhuga við hvern er gott að ræða. Það augljósasta væri hugsanlegur markhópur eða viðskiptavinur en það geta líka verið sérfræðingar á viðkomandi sviði eða hugsanlegir birgjar. Viðbrögðin sem nemendur fá úr rannsóknum sínum geta þeir notað til að þróa hugmynd sína enn frekar. Áður en nemendur fara út og kanna raunveru- leikann geta þeir búið til frumgerð af hugmyndinni. Þá verður auðveldara fyrir hópinn að útskýra hana og hún verður jafnframt skýrari fyrir markhópnum, sem getur þá komið með betri og gagnlegri athugasemdir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=