Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

Hvað gerum við svo? Hugmyndastiginu er nú lokið en á þessu stigi hafið þið unnið með hugmyndaþróun og hugmyndaval. Til að byrja með notuðuð þið margbreytilega hugsun til að koma með eins margar nýjar og klikkaðar hugmyndir og þið mögulega gátuð og í samvinnu við aðra hafið þið lagt mat á hugmyndirnar. Þetta hafið þið gert með því að nota valin skilyrði, svo sem gildi, framkvæmanleika og sveigjanleika. Nú hafa nemendur valið nokkrar hugmyndir sem þeir vilja vinna að áfram. Áður en þið getið farið áfram á næsta stig, Sköpunar- og rannsóknarstigið, eiga nemendur að velja eina hugmynd sem þeir vilja vinna með það sem eftir er af ferlinu. Á næsta stigi á nefnilega að einbeita sér að því að búa til frumgerð sem nemendurnir nota til að fá viðbrögð frá markhópnum. Á þann hátt geta þeir fengið nýja vitneskju um hvernig þarf að þróa hugmyndina áfram og fínstilla hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=