Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

3 með og 3 á móti Nemendur velja hver um sig þrjár hugmyndir sem þeir geta unnið áfram með. 1. Nemendur setjast í hópana sína og hver og einn segir frá þeim þremur hugmyndum sem þeir völdu og hvers vegna þeir völdu þessar hugmyndir. 2. Nú á hópurinn sameiginlega að gera lista yfir hugmyndirnar og fara yfir hverja og eina með því að skrifa þrjá kosti og þrjá galla við hana. 3. Eftir það geta hóparnir rætt hvaða gildi/virði hver hugmynd hefur og fyrir hverja hún hefur gildi. 4. Eftir að hafa gert það geta hóparnir valið þær hugmyndir sem þeir vilja vinna lengra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=