Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

Hugsað út og suður (myndir) Efni: Blað til að fjölfalda: „Hugsað út og suður (myndir)“ Kennaraleiðbeiningar: 1. Nemendur vinna saman í pörum. Annar velur mynd úr dálki 1 en hinn velur mynd úr dálki 2, án þess að hafa samráð. Eftir að hafa valið segja þeir hvor öðrum hvaða mynd varð fyrir valinu og reyna að láta sér detta í hug viðskiptahugmynd út frá samsetningu myndanna. 2. Dæmi: Myndin af lyklinum í dálki 1 og myndin af stelpunni með sippubandið í dálki 2. Viðskiptahugmyndir: 1) Lyklahálsband, svo stelpan týni ekki lyklunum sínum. 2) Flott plasthulstur í mismunandi litum og með mismunandi myndum til að setja á lykilinn. 3) Lyklavasi með frönskum rennilás svo lykillinn detti ekki úr vasanum. 3. Nemendur skrifa tillögur sínar niður og kynna þær fyrir hinum í bekknum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=