Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar
23 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Hversdagsvandamálið mitt Efni: Blað og blýantur Kennaraleiðbeiningar 1. Nemendum er skipt í 2-4 manna hópa. Nemendur eiga að skiptast á að segja nafnorð sem þeim detta í hug, t.d. „bíll“ eða „köttur“. Það þarf ekki að vera samhengi milli orðanna. Skrifa á niður öll orðin þar til kominn er listi með 30 orðum. 2. Nemendur eiga að fara yfir orðalistann með þessum 30 orðum og íhuga hvort þeir geti komið auga á einhver vandamál sem þeir standa frammi fyrir dags daglega sem tengjast þessum orðum. Til dæmis má taka fyrir orðið „köttur“. Hversdagsleg vandamál geta verið: Þeir pissa í sandkassa, þeir trufla nætursvefn, klóra húsgögn o.s.frv. Hver hópur á að koma auga á samtals tíu hversdagsleg vandamál. Þeir geta annaðhvort notað orðin sem útgangspunkt eða nefnt eitthvað sem kemur upp í hugann óháð þeim. Í þessum hluta verkefnisins er mikilvægt að hugsa ekki um lausnir, heldur einbeita sér að vandamálum eingöngu! 3. Nú eiga nemendur að skoða nánar vandamálin sem þeir komu auga á og finna lausnir á þeim. Nemendur þurfa að hafa eftirfarandi í huga í umhugsunarferlinu: • Hvaða óþægindi þeir losna við ef vandamálið er leyst. • Hvernig þeir hyggjast leysa vandamálið. • Hvers konar hugmyndir það eru sem upp koma. 4. Næst eiga nemendurnir að velja eina lausn og skrifa nokkur orð um hana á blað: • Hver á að nota hugmyndina og hver hefur not fyrir hana? • Hvernig virkar hugmyndin og á hvaða hátt leysir hún vandamálið? • Stutt lýsing á hugmyndinni. 5. Nemendurnir kynna hugmyndina fyrir hinum í bekknum. 6. Athugaðu aðæfingin getur einnig byggst á fyrirframákveðnu vandamáli semnemendur velja orðinþrjátíuút frá. Ef þemaðer t.d. „barnafjölskyldur“eigabæði orðin, hversdagsvandamálin og lausnirnar að tengjast því.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=