Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

Æfingar – hugmyndaflæði Þankahríð Hóparnir geta byrjað hugmyndaflæðiðmeð því að kasta frameins mörgumhugmyndumog þeir mögulega geta. Hægt er að skrifa hugmyndirnar niður á post-it miða og hengja mismunandi hugmyndir upp í tímanum og flokka í mismunandi efnisflokka. Því næst er hægt að reyna að tengja saman mismunandi hugmyndir og fá þannig fram enn fleiri. Prófið eftirfarandi: Látið nemendur gera þankahríð sem tengist ákveðinni tegund tónlistar, til dæmis sígildri tónlist, þungarokki eða sálartónlist. Kveikjur eins og tónlist og myndir geta fengið nemendur til að hugsa um nýja möguleika. Versta hugmyndin Versta hugmyndin er alveg eins og venjuleg þankahríð að öllu leyti nema einu. Í stað þess að einbeita sér að góðum hugmyndum á hér að reyna að finna upp á eins mörgum slæmum hugmyndum og mögulegt er. Þetta er hægt að gera með því að spyrja eftirfarandi spurninga: „Hvernig er hægt að gera vandamálið sem tengist xx enn verra?“ Markmið: Þetta er skemmtileg leið til að snúa hugsunum nemenda á hvolf. Þessi aðferð brýtur venjur og gerir öllum kleift að taka þátt. Slæmu hugmyndirnar eru einnig gott tæki til að varpa ljósi á það hvaða eiginleika góðu hugmyndirnar hafa. Eftir að nemendur hafa kastað fram eins mörgum slæmum hugmyndum og mögulegt er eiga þeir hver og einn að einbeita sér að því að vinna þær áfram þannig að þær verði góðar. Eftir það geta þeir þróað hugmyndirnar áfram í hópum. Markmið: Í þessu hluta æfingarinnar læra nemendur að koma auga á möguleika og þróa hugmyndir hver annars.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=