Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

21 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Góð ráð • Hugmyndaflæði – Þegar byrjað er á þessum hluta er mikilvægt að öllum hugmyndum sé tekið fagnandi. Það er ekki fyrr en síðar sem nemendur eiga að velja hugmynd eða blanda nokkrum af hugmyndum sínum saman. – Munið að hvetja til villtra og brjálaðra hugmynda. – Ekki dæma hugmyndirnar – það veitir svigrúm til að sleppa ímyndunaraflinu lausu. – Varist að negla niður hugmynd of fljótt – það er krefjandi að brjótast út úr vanalegum hugsanagangi og þegar við erum í hugmyndaflæði er tilhneiging til að koma fram með hugmyndir sem þegar eru til. Með því að gefa sér tíma til að vera lengi í hugmyndaflæðiferlinu aukast möguleikarnir á því að finna nýjar og frumlegar hugmyndir. – Notið kveikjur – þegar við eigum að fá hugmyndir krefst það oft nýrra hvata til að brjótast út úr venjubundum hugsanagangi. Ein leið sem hægt er að nota sem hvata er að nýta mismunandi skynfæri. Til dæmis með hjálp tónlistar eða mynda. – Meiri hjálp og innblástur er að finna í öðrum sköpunargáfuæfingum á slóðinni: www.nkg.is • Virðismat hugmyndarinnar – Notið fagþekkingu til að velja bestu hugmyndirnar. – Munið að hvetja nemendur til að blanda saman hugmyndum og byggja ofan á hugmyndir hinna. Þannig hjálpast nemendur að við að sjá nýja möguleika. – Það er mikilvægt að skora á nemendur að velja nokkrar hugmyndir sem bæði eru nytsamlegar og hafa gildi fyrir aðra og eru um leið raunhæfar og sveigjanlegar. – Sjá fleiri æfingar um hvernig velja má úr hugmyndum á slóðinni: www.nkg.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=