Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar
19 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Hvað gerum við svo? Á uppgötvunarstiginu eruð þið búin að skoða hugsanleg umfjöllunarefni og vandamál með því að skoða samfélagið sem þið búið í. Nemendur hafa öðlast nýja vitneskju, bæði faglega og persónulega. Faglega þekkingu með því að kynna sér mismunandi efnisflokka og persónulega þekkingu með betri yfirsýn yfir tengslanet sitt. Þessa þekkingu eiga nemendur nú að nota til að kjarna tiltekið efni eða vandamál sem þeir vilja vinna með áfram það sem eftir er af ferlinu. Þetta auðveldar þeim að varða leiðina á hugmyndastiginu. Uppgötvunarstiginu á því að ljúka með því að nemendur velja efni eða vandamál áður en þeir byrja á hugmyndastiginu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=