Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar
Ný sýn á samfélagið Markmið: Að nemendur finni möguleg vandamál og áskoranir í samfélaginu og fái hugmyndir sem þeir geta unnið með. Í æfingunni er gengið út frá því að hópurinn hafi valið einhverja áskorun til að vinna með. Dæmi um vandamál: Hvaða félagslegu áskoranir þurfum við að takast á við í samfélaginu? Hvernig fáum við fleiri ungmenni til að nota reiðhjólahjálm? 1. Ræðið vandamálið. Gangið úr skugga um að allir skilji það. 2. Skrifið vandamálið niður á blað. 3. Veljið einn úr hópnum til að vera ritari – helst einhvern sem er fljótur að skrifa. 4. Nú eigið þið að koma með eins margar hugmyndir og mögulegt er. 5. Fylgið eftirfarandi reglum: a. Ekki má gagnrýna hugmyndir eða aðra. b. Því fleiri hugmyndir, því betra. Mikilvægast er að koma með margar hugmyndir. c. Notið hugmyndir annarra til að koma með nýjar. d. Aðlagið og blandið: Það þýðir að þú getur breytt fyrri hugmyndum eða tengt þær við aðrar. 6. Skrifið niður á blað allar hugmyndir sem koma fram. 7. Gerið hlé ef það er orðið erfitt að fá nýjar hugmyndir. 8. Þegar þið hættið ættuð þið að bíða aðeins með að flokka hugmyndirnar. Ein leið til að fækka hugmyndum er að láta alla kjósa um hvaða hugmynd þeim finnst best. Þetta er góð leið til að opna á nýja möguleika. Oft er þetta góð byrjun til að fá fram enn fleiri nýjar hugmyndir!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=