Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

17 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Tíu leiðir að góðum hugmyndum Með því að gera athuganir kynnist þú samfélagi/nærumhverfi þínu betur. Hér eru nokkrar ábendingar: 1. Farðu í búð og skoðaðu spennandi vörur. Veldu nokkrar sem þér líst á og kannaðu hvort þú getur útfært þær betur með því að gera breytingar á þeim. 2. Farðu í göngutúr um nágrennið. Hvað finnst þér vanta? Horfðu á heiminn frá nýju sjónarhorni og láttu eins og þú sért sjötíu ára. (Sjötugt fólk gleðst og pirrar sig á öðru en þú og hefur örugglega aðrar þarfir en þú). 3. Taktu strætó eða hjólaðu. Reyndu að sjámöguleika; færð þú einhverjar góðar hugmyndir? 4. Veldu starf sem þú þekkir vel (t.d. afgreiðslustarf í verslun) og hugsaðu um hvaða áskoranir þú gætir rekist á frá degi til dags ef þú ynnir við það. Hvað er hægt að gera til að breyta því? 5. Líttu í kringum þig heima hjá þér til að sjá hvað það er sem gerir heimilið einstakt. Er eitthvað þar að finna sem gæti lagt grunn að viðskiptahugmynd? 6. Spólaðu fram í tímann um fimmtíu ár. Þá höfum við kannski aðrar þarfir og óskir en í dag. Hvers konar vörur eru það sem enginn þekkir en þú getur kannski fundið upp? Hvað gerir þú? 7. Ímyndaðu þér mjög venjulega íbúð. Láttu sem þú staðnæmist í tvær mínútur í hverju herbergi fyrir sig og reyndu að ímynda þér hvaða vandamálum fólk á mismunandi aldri stendur frammi fyrir í þessum herbergjum. Dettur þér eitthvað í hug? 8. Lestu dagblöðin og finndu vandamál í heilbrigðis- og menntamálum sem margir hafa áhyggjur af. Getur þú komið með hugmyndir sem gætu leyst eitthvert af þessum vandamálum? 9. Hugsaðu um einhvern sem þú þekkir persónulega. Ímyndaðu þér venjulegan dag í lífi þessa einstaklings. Skrifaðu niður öll vandamál og áskoranir sem viðkomandi stendur frammi fyrir. Getur þú leyst einhver þeirra? 10. Átt þú eða einhver sem þú þekkir eitthvað sem þið notið ekki lengur en uppfyllir einhverja þörf sem þú hefur? Getur þú breytt því þannig að það verði að viðskipta- hugmynd?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=