Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

Nærsamfélagið Markmið: Að fá nemendur til að skilja mikilvægi samfélagsins og hvaða kostir og gallar eru á þeirra eigin samfélagi. 1. Útskýrðu merkingu orðsins samfélag. 2. Lýstu versta samfélagi sem þú getur ímyndað þér. 3. Lýstu besta samfélagi sem þú getur ímyndað þér. 4. Berðu saman nærsamfélag þitt og samfélagið sem þú lýstir í svari nr. 2: Hvernig kemur sá samanburður út? 5. Berðu saman nærsamfélagið við það sem þú svaraðir í nr. 3. Hvernig kemur sá samanburður út? 6. Hvað þarf að gera til þess að samfélagið ykkar verði að „fyrirmyndarsamfélagi“? Skrifaðu niður fimm atriði sem þyrfti að framkvæma í því skyni. 7. Veldu eitt þessara atriða og útskýrðu hvernig þú gætir framkvæmt það. Hvað þarf (peninga, tæki, einstaklinga) til þess að það sé hægt? 8. Hvernig má meta/Hvaða merki má sjá um hvort breytingarnar hafi verið árangursríkar? 9. Skilgreindu hugtakið „nærsamfélag“. Hvaða merkingu leggur þú í orðið? 10. Lýstu versta nærsamfélagi sem þú getur ímyndað þér. 11. Lýstu besta nærsamfélagi sem þú getur ímyndað þér. 12. Berðu saman þitt eigið nærsamfélag og það sem þú lýstir í spurningu nr. 2. Að hvaða leyti eru þau frábrugðin? 13. Berðu saman þitt eigið nærsamfélag og það sem þú lýstir í spurningu nr. 3. Eru þau lík/ólík? 14. Hverju þarf að breyta til þess að þitt nærsamfélag líkist meira fyrirmyndarsamfélagi? Láttu þér detta í hug þrjár aðgerðir sem raunhæft væri að framkvæma. 15. Veldu eina af þessum aðgerðum og lýstu því hvernig hægt væri að framkvæma hana. Hvað (peninga, mannskap, búnað, verkfæri o.s.frv.) þarf að hafa til að hrinda henni í framkvæmd? 16. Hvernig getur þú metið árangurinn af frumkvæði þínu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=