Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar
13 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Æfingar Tengslanet Markmið: Að fá nemendur til að skiljamikilvægi tengslanets og hvernig tengslanet erumynduð. Að veita nemendum innsýn í sitt eigið tengslanet og hvernig hægt er að nota það. Í þessari æfingu eiga nemendur að nota tengslanetsskotskífuna og blaðið með starfslýsingum sem er að finna á næstu blaðsíðum. Æfingin hefst á umræðum í hópnum um þýðingu tengslanets. Spurningar sem hægt er að varpa fram: • Hvað er gott tengslanet? • Hvernig öðlast maður gott tengslanet? • Eru það eingöngu frumkvöðlar sem hafa gagn af góðu tengslaneti? Af hverju? Af hverju ekki? Eftir innganginn er útskýrt fyrir nemendum að nú sé komið að því að þeir einbeiti sér að eigin tengslaneti. Nemendur eiga að nota starfslýsingablaðið (athugið að hægt er að velja um tvær mismunandi gerðir, munið að segja nemendum hvora gerðina þeir eiga að nota) og tengslanetsskotskífuna. Nemendur eiga hver fyrir sig að greina hvort einhver í þeirra tengslaneti passi við einhverja af starfslýsingunum. Þeir einstaklingar sem falla að starfslýsingunni eru settir í innsta hringinn á tengslanetsskotskífunni (nemandinn sjálfur er í miðjunni) með starfsheiti og nafni/tengslum. T.d. „endurskoðandi/pabbi“ eða „forritari/Kristján þjálfari“. Það nægir að nemendur þekki til viðkomandi einstaklings. Þeir þurfa ekki að vera nánir vinir. Það eina sem skiptir máli er að nemendur hafi eða geti haft aðgang að viðkomandi einstaklingi. Þegar nemendurnir hafa farið í gegnum greininguna ættu að vera einhverjar starfslýsingar eftir sem einhver hefur ekki fundið í sínu tengslaneti. Nú er verkefni nemenda að finna þá sem upp á vantar með því að nota tengslanet hver annars. Með öðrum orðum eiga nemendur að ganga um og ráðfæra sig hver við annan. Þeir einstaklingar sem nemendurnir finna á þessu stigi eru settir inn með starfsheiti og nafni/tengslum í miðhringinn. Í lokin eru umræður um tengslanet nemendanna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=