Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

11 NÆSTA STIG – Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7.–10. bekk 40157 Á þessu stigi er komið að því að fara út og kanna umhverfið af forvitni og finna þannig hugsanleg umfjöllunarefni sem hægt er að nota í skrefunum fjórum. Þess vegna snýst það um að leiða huga nemenda að því samfélagi sem við búum í og hvaða möguleikum og áskorunum við stöndum frammi fyrir. Hér er mikilvægt að skilgreina hvaða samfélag er verið að skoða; er það nærsamfélagiðeða alþjóðasamfélagið?Grunnurinnað skilningi á samfélagslegumvandamálum er fagleg þekking, sem er mjög mikilvægt að hafa í huga í gegnum ferlið, en sérstaklega í upphafi. Til þess að geta verið skapandi og sjá nýja möguleika er nauðsynlegt að hafa faglega grunnþekkingu annaðhvort með því að einbeita sér að einu tilteknu sviði eða þverfaglega. Mismunandi hæfileikar, aðferðir og efni sem notuð eru á hverju sviði hjálpa nemendum áfram í ferlinu. Á uppgötvunarstiginu er einnig mikilvægt að fara yfir eina af mörgum auðlindum nemend- anna, þ.e. tengslanet þeirra. Það er mikilvægt að ræða hvað tengslanet er, hvernig hægt er að nýta það og hversu stórt það er í raun. Það kemur að notum á öllum stigum í ferlinu. Í lok þessa stigs eiga nemendur að afmarka og velja þau svið sem þeir vilja einbeita sér að og vinna með í framhaldinu. 1. STIG, UPPGÖTVUNARSTIGIÐ – GLÆDDU FORVITNINA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=