Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

og ritari en mega ekki vera samtímis lesari og ritari og ekki má vera ritari strax eftir að hafa verið lesari. Hvaða lið kemst næst upprunalega textanum? Markmið: Þessi æfing þjálfar nemendur í að vinna saman og deila upplýsingum sín á milli, um fagleg málefni. Eggið Allir hópar fá skæri, nokkra pípuhreinsara, 10 eldspýtur, dagblaðsopnu, límband, band, stórt karton eða annað efni sem til er. Hver hópur fær tíu mínútur til að búa til umbúðir eða hlíf utan um egg þannig að það brotni ekki í lendingu ef kennarinn heldur því í útréttri hendi og lætur það detta á gólfið. Markmið: Nemendur þjálfa samvinnu, tilraunir og venjast því að það er í lagi að gera mistök (af því að við lærum af þeim). Turn Þátttakendum er skipt í 3-6 manna hópa. Hver hópur á að byggja turn úr spagettí og sykur- púðum. Hér er markmiðið að byggja sem hæstan turn án þess að hann fari í sundur. Gefnar eru 10 mínútur til að byggja. Markmið: Nemendur þjálfa samvinnu, æfa sig í að gera tilraunir og læra að það er í lagi að gera mistök (af því að við lærum af þeim). Hvað gerum við svo? Nú eruð þið búin að fara í gegnum kaflann „Góður upphafsreitur“ og hafið prófað nokkrar mismunandi upphitunaræfingar. Þessar æfingar eru til þess ætlaðar að efla samvinnu nemenda og auka skapandi hugsun. Þið hafið ögrað venjubundnum hugsanahætti og eruð tilbúin að halda áfram á næsta stig. Hér eigið þið að nota forvitni ykkar til að öðlast nýja þekkingu og koma auga á ný vandamál.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=