Næring og lífshættir

6 A lmenn næringarfræ Ð i Orkuna fáum við úr matnum, nánar til- tekið úr orkuefnunum. Úr töflunni getum við lesið að unglingar þurfa að borða meira en yngri systkini, afi og amma og foreldrarnir þegar þeir eru komnir yfir þrítugt. Með aukinni hreyfingu eykst orkuþörfin en mismikið eftir því hversu erfið hreyf- ingin er og hve lengi hún varir. Í töflu 1.2 eru nokkur dæmi um áætlaða orkuþörf til hreyfinga en þar sem orkuþörf er einstaklingsbundin er hér eingöngu um grófa áætlun að ræða. 1.2 Áætluð orkuþörf til hreyfingar Tegund hreyfingar kcal/mínútu Sitja á skólabekk 2 Ganga hægt 3 Ganga rösklega, 5 km/klst 5 Hlaupa 10 km/klst 13 Hlaupa 16 km/klst 20 Synda 10 Spila tennis 7 Spila handbolta/fótbolta 14 Hjóla 20 km/klst 8 Hjóla 40 km/klst 24 Heimilsstörf, elda mat, þvo upp 4 Heimisstörf, ryksuga, þvo gólf 5 1. Hvað einkennir fjölbreytt fæði? 2. Hver er vökvaþörf mannsins að meðaltali? 3. Eftir hverju fer orkuþörf mannsins? 4. Hver er þín orkuþörf samkvæmt töflu 1.1? 5. Hvaðan fáum við orkuna? 6. Á hvaða æviskeiði er orkuþörfin mest? ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=