Næring og lífshættir
Að strauja blússu eða skyrtu 1. Settu upp straubrettið og stilltu fyrir þína hæð. 2. Ef þú notar straujárn sem er ekki með gufu úðaðu þá vatni á flíkina, rúllaðu henni saman og geymdu smástund í plastpoka. 3. Ef þú notar gufustraujárn settu þá vatn í straujárnið, samkvæmt leiðarvísinum. 4. Veldu hitastig á straujárnið miðað við efnið sem er í flíkinni. Finndu upp- lýsingarnar á þvottamiða flíkurinnar (vægur hiti fyrir gerviefni og silki en hærri hiti fyrir bómull og léreft). 5. Settu straujárnið í sam- band. 6. Leggðu flíkina á strau- brettið. 7. Byrjaðu á að strauja kragann. Fyrst neðri hlutann svo efri hlutann og breiddu úr kraganum í leiðinni. 7 8. Næst straujar þú líning- arnar framan á ermunum, bæði að innan og utan. 8 9. Leggðu svo aðra ermina á straubrettið þannig að saumurinn neðan á erminni verði neðsti hluti ermarinnar. Straujaðu ermina. Gerðu svo eins við hina ermina. 9 10. Næst setur þú axlastykkin fremst á straubrettið og straujar þau. 10 11. Leggðu nú flíkina á strau- brettið þannig að annað framstykkið liggi á brettinu og fremsti hluti brettisins fari alveg upp undir kraga. Straujaðu nú framstykkið. Með oddinum á járninu er hægt að komast nálægt saumunum og tölum. Farðu samt varlega nálægt tölunum því þær geta bráðnað ef straujárnið rekst í þær. 11 12. Færðu svo flíkina smátt og smátt þannig að brettið liggi undir bakinu og svo hinu framstykkinu og straujaðu hvern hluta. 12 13. Þegar straujun er lokið er flíkin hengd upp eða brotin saman. 74 H eimili Ð
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=