Næring og lífshættir

73 H eimili Ð Að strauja blússu/skyrtu Straujárn geta verið tvenns konar, það er með eða án gufu. Ef notað er straujárn sem gefur ekki frá sér gufu þarf iðulega að bleyta örlítið upp í þvottinum áður en straujað er. Best er að gera það með úðabrúsa og láta þvottinn bíða aðeins áður en straujað er svo rakinn dreifi sér um flíkina. Gott er að setja flíkina í plastpoka á meðan. Gufustraujárn henta best til að strauja bómullar- og léreftsefni. Þá er fyllt á vatn í vatnshólfið í straujárninu. Þegar járnið hitnar hleypir það gufu út um botninn sem gerir það að verkum að flíkin verður hæfilega rök. Mikil- vægt er að tæma afganginn af vatninu af straujárninu þegar búið er að strauja, því annars getur straujárnið eyðilagst. Straujárn án gufu hentar vel ef strauja á viðkvæm efni. Það er líka hægt að sleppa því að setja vatn í gufustraujárnið. Munið að taka straujárnið úr sambandi þegar búið er að nota það. Ef óhreinindi setjast neðan á straujárnið þarf að þrífa það en ekki fyrr en það hefur kólnað. Best er að strjúka af því með blautum klút og örlitlum uppþvottalegi. Ef það dugar ekki má pússa það létt með sérstakri stálull sem fæst í byggingavöruverslunum. Með stálullinni er nuddað langsum fram og tilbaka um botninn á straujárninu en ekki í hringi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=