Næring og lífshættir

72 H eimili Ð ? 1. Hver sér um hreingerningu á baðherberginu heima hjá þér? 2. Hvers vegna pússum við kranana með þurrum klút þegar búið er að þvo þá? 3. Hvaða áhöld eru notuð til að þrífa salerni? 4. Hvers vegna má ekki nota sama klút til að þrífa salerni og önnur hreinlætistæki á baðherberginu? 5. Sérmerktir tannburstar og uppþvottaburstar eru stundum notaðir við þrif á baðherbergi. Til hvers eru þeir notaðir? Sturtuklefa þarf að þvo vel og vandlega í hverri viku því annars er hætt við að sveppur myndist þar sem klefaveggur og sturtubotn mætast. Sveppurinn er fyrst bleikur á litinn en verður svo svartur. Þarna er einnig notaður svampur og ræstiduft eða ræstikrem, nuddað vel og skolað á eftir. Ef glerveggir eru í sturtuklefa er hætt við að þeir verði fljótt mattir ef ekkert að gert. Gott er því að skola yfir veggina með köldu vatni eftir hverja sturtuferð og nota gluggasköfu til að skafa vatnið. Gólf þarf að sópa eða ryksuga áður en það er þvegið. Sett er volgt sápuvatn í skúringarfötuna. Fyrst er þvegið með vel blautum gólfklút og gætt að því að fara vel út í öll horn. Síðan er klúturinn skolaður og þurrundinn og strokið yfir aftur. Hillur eru þrifnar með því að strjúka úr þeim með mjúkum klút sem hefur verið undinn upp úr sápuvatni. Nota má sama klút til að strjúka slettur af veggjum. Spegill er þveginn með mjúkum klút sem hefur verið undinn upp úr sápuvatni. Hann er svo pússaður með þurrum klút. Þá er einnig hægt að nota sérstakt gluggapússunarefni á spegilinn og pússa vel yfir með þurrum klút.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=