Næring og lífshættir

71 H eimili Ð Vaskur og baðker skal þvegið með því bleyta svampinn, setja ræstiduft í vaskinn og nudda hann vel með grófu hliðinni á svampinum. Einnig er hægt að nota ræstikrem en þá þarf ekki að bleyta svampinn. Nudda skal vel bæði skálina, upp á kantana og með fram krönunum. Á sumum vöskum er erfitt að koma svampinum að upp við kranana og getur þá verið gott að fara með lítinn bursta (til dæmis tannbursta) þar á milli. Ef vaskurinn er ekki í innrétt- ingu þarf einnig að strjúka neðan á kantinum á honum. Síðan er ræstiefnið skolað vel af. Þegar þvotti er lokið er þurrkað yfir kranana með þurrum klút svo þeir verði glansandi fínir. Baðker er þrifið á sama hátt og vaskurinn. Salerni krefst sérstakrar athygli því þar geta verið örverur sem við viljum ekki að dreifist út. Því má aldrei nota sama klút eða bursta á salerni og önnur hreinlætistæki. Við þrif á salerni er not- aður sérstakur salernisbursti og hreingerningarlögur eða sérstök salernissápa sem er þá sótthreinsandi. Áður en salerni er þrifið skal sturta niður, síðan er sett svolítil sápa í skálina og burstað vel með salernisburstanum. Munið að bursta líka vel neðst í salern- inu þar sem vatn liggur í skálinni og einnig efst í skálinni þar sem vatnið kemur inn. Þegar þessu er lokið er aftur sturtað niður og burstinn þveginn um leið. Til að þurrka af salerniskassa og setu er hægt að nota klút sem undinn er upp úr volgu sápuvatni eða einnota blautklúta sem ætlaðir eru til að hreinsa salerni. Fyrst er strokið af kassanum og takkanum eða sveifinni sem notuð eru til að sturta niður. Þá er strokið ofan af salernislokinu, undir lokinu, ofan af setunni og undir setunni. Loks er strokið ofan af salernisskálinni sjálfri og með fram hliðum hennar. Munið að klútur sem notaður er til að þrífa salerni þarf að vera auðkenndur á einhvern hátt svo hann sé ekki notaður til annarra hluta. Ef salerni stendur á gólfi þarf að bursta vel í kringum fótinn. Gott er að nota til þess uppþvottabursta sem er sérstaklega merktur salerninu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=