Næring og lífshættir
70 H eimili Ð Nauðsynlegt er að þrífa baðherbergið reglulega. Þrífa þarf vask, baðker/sturtuklefa, salerni, gólf og hillur og pússa spegil. Ef eitt- hvað slettist á veggina þarf að strjúka af þeim og æskilegt er að gera alla veggina og loftið hreint að minnsta kosti einu sinni á ári. Reglulega þarf líka að tæma ruslafötuna og skipta um handklæði. Áhöld og efni til að þrífa baðherbergi Mjúkur klútur, þurr klútur, svampur með grófri hlið, sérstakur salernisklútur eða einnota blautklútar, gólfklútur, ræstikrem eða ræstiduft, hreingerningarefni, salernishreinsiefni, salernisbursti, lítill bursti (til dæmis sérmerktur tannbursti), bursti til að bursta kringum salerni (til dæmis sérmerktur uppþvottabursti), ryksuga/ sópur og fægiskófla, gólfskrúbbur og þvegill. Val á hreingerningarefnum • Veljið umhverfisvæn hreingerningarefni. • Lesið á umbúðum efnisins til hvers má nota það. • Farið sparlega með efnið. • Geymið hreingerningar- efni þar sem börn ná ekki til. Þrif á baðherbergi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=