Næring og lífshættir
69 H eimili Ð Eldavélin er stærsta rafmagnstækið í eldhúsinu sem hitnar og krefst sérstakrar aðgæslu. Einnig þarf að huga að vift- unni. Mikilvægt er að: • Muna að slökkva á eldavélinni strax að lokinni eldamennsku. • Nota ekki eldavélina eins og borð – aldrei má leggja neitt frá sér ofan á eldavélina. • Kíkja inn í ofninn áður en kveikt er á honum og athuga hvort nokkru hafi verið stungið inn í hann. • Velja hæfilegan hita við matreiðslu í ofninum. • Fara sérstaklega varlega ef grillið í ofninum er notað, því maturinn brennur fljótt undir grillinu. • Fylgjast með hvort snúran á eldavélinni þarfnast endurnýjunar. • Þrífa þarf viftuna yfir eldavélinni reglulega því kviknað getur í fitunni sem hún safnar í sig. Minni rafmagnstækin í eldhúsinu eru iðulega mörg, til dæmis brauðrist, hraðsuðuketill, kaffivél, örbylgjuofn og mat- vinnsluvél. Mikilvægt er að fara varlega með öll þessi tæki. Munið að: • Taka tækin úr sambandi þegar búið er að nota þau. • Öll rafmagnstæki í eldhúsi eiga að vera jarðtengd. • Láta ekki leiðslur tækjanna lafa fram yfir borð- brúnina þegar verið er að nota þau svo börn geti ekki dregið til sín tækin og hellt yfir sig heitu vatni eða brennt sig á brauðristinni. • Reyna aldrei að ná brauðsneið úr brauðristinni með hníf eða gaffli meðan brauðristin er í sambandi. • Ef leiðslur eru orðnar lélegar þarf að skipta og fá nýjar. • Tæki sem bila þarf að fara með í viðgerð eða kaupa ný.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=