Næring og lífshættir

68 H eimili Ð Eldhætta í eldhúsinu Við matreiðslu, einkum steikingu, getur kviknað í ef ekki er farið varlega. Í eldhúsinu eru líka yfirleitt mörg rafmagns- tæki sem hitna og það býður hættunni heim. Og að sjálf- sögðu gildir um rafmagnstækin í eldhúsinu eins og önnur rafmagnstæki í húsinu að kviknað getur í út frá þeim ef þau bila. Mikilvægt er að temja sér góðar umgengnisvenjur í eldhús- inu til að koma í veg fyrir slys. Steikingarfeiti hitnar mikið við steikingu, einkum djúpsteik- ingu. Ef feitin ofhitnar er hætt við að kvikni í henni. Mikil- vægt er að bregðast rétt við og muna að: • Fara aldrei frá potti eða pönnu sem verið er að hita feiti í. • Hafa lokið alltaf við hendina – ef kviknar í feitinni þarf að skella því á pottinn eða pönnuna og slökkva strax á eldavélinni. Þannig kafnar eldurinn. Ekki kíkja undir lokið og gá hvort eldurinn hafi slokknað því þá getur hann gosið upp aftur. Ekki taka pottinn af eldavélinni, reynið heldur að draga hann yfir á kalda plötu. • Eldvarnarteppi eru líka góð til kæfa eld í feiti – allir þurfa að læra að nota teppið rétt. Það má aldrei skvetta vatni á eld í steikarpotti!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=