Næring og lífshættir
5 A lmenn næringarfræ Ð i Orkuþörf Orkuþörf einstaklinga er mismikil og fer meðal annars eftir kyni, aldri, líkamsþyngd og hversu mikið viðkomandi hreyfir sig. Karlar þurfa oft meiri orku en konur, vegna þess að þeir eru yfirleitt vöðvameiri en konur. Orkuþörfin eykst með vax- andi líkamsþyngd og þeir sem hreyfa sig mikið þurfa meiri orku en jafnaldrar þeirra sem hreyfa sig lítið. Orkuþörfin eykst stig af stigi frá fæðingu og nær hámarki í lok ung- lingsára og fer þá að minnka aftur. Þetta er vegna þess að sá sem er að vaxa þarfnast meiri orku en sá sem er fullvaxta og auk þess hreyfir ungt fólk sig oft meira en þeir sem eldri eru. Í meðfylgjandi töflu 1.1 sést algeng orkuþörf barna, unglinga og fullorðinna miðað við hreyfingu í meðallagi. Í töflunni er orkuþörfin gefin upp í kílókaloríum (kcal) sem við í daglegu tali köllum hitaeiningar. Önnur mælieining fyrir orku er kílójoul, borið fram kílósjúl og skammstafað kj. 1.1 Algeng orkuþörf Aldur (ár) Stelpur /konur, kcal/ dag Strákar/karlar, kcal/ dag 2 1050 1120 6 1630 1770 10 1910 2200 12 2080 2340 14 2270 2580 16 2370 2870 18-30 2250 2940 31–60 2200 2820 61–74 2030 2530 75 og eldri 1960 2290 1 kcal – 4,2 kj
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=