Næring og lífshættir
Ræðið í bekknum um nesti í gönguferðum og hversu mikil- vægt það er að velja rétt samsett nesti og hæfilegt magn. Ef kalt er í veðri er líka gott að hafa heitt vatn á brúsa og tepoka eða kókómalt í bréfi, jafnvel bollasúpu. Til eru sér- stakir málmhitabrúsar sem eru ekki brothættir og henta því vel á gönguferðum. Lengri og erfiðari gönguferðir þarf að undirbúa sérstaklega vel. Í slíkum ferðum missir fólk oft matarlyst. Þá er gott að hafa meðferðis orkumikið nesti í litlum einingum þannig að hægt sé að fá sér eina og eina einingu með reglulegu millibili. Ef gengið er í frosti og kulda er gott að setja heitt vatn í vatnsflöskurnar áður en lagt er af stað, því þá frýs síður í flöskunum yfir daginn. Í slíkum ferðum er líka gott að hafa heitt vatn á brúsa og tepoka eða kókómalt í bréfi, jafnvel bollasúpu. Tillaga að nesti í erfiða göngu. • Samlokur. • Bananar. • Kornstangir (morgunkorn í stöngum, sérinnpakkað). • Próteinstangir. • Þétt, sæt súkkulaðistykki (til dæmis Mars, Snickers). • Nasl (rúsínur, hnetur). • Íþróttadrykkur með málmsöltum. • Vatn. ? 67 H eimili Ð
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=