Næring og lífshættir

Ef ferðast er um óbyggðir er mikilvægt að hafa með sér gott nesti. Hversu mikið af nesti þarf að taka með sér fer eftir ýmum þáttum eins og til dæmis: Hvað verður ferðin löng, verður gengið eða ekið, er um erfiða göngu að ræða og er hæft drykkjarvatn í lækjum á göngusvæðinu? Nestið þarf að uppfylla næringarþörf, sérstaklega orkuþörf á meðan á ferð stendur. Mikilvægt er að reyna að hafa bakpokann sem allra léttast- an og velja því léttar umbúðir eins og poka, dósir og flöskur úr plasti en alls ekki gleri. Ekki er gott að vera með kolsýrða drykki því þeir gjósa þegar þeir eru opnaðir eftir að hristast í bakpokanum á göngunni. Alltaf þarf að gera ráð fyrir að ferðin geti tekið heldur lengri tíma en áætlað er. Tillaga að nesti í létta göngu sem tekur 4–6 tíma. • 1–2 samlokur. • Banani, epli eða appelsína. • Lítill kexpakki. • Nasl (rúsínur, hnetur, súkkulaði). • Ferna með ávaxtasafa eða kókómjólk. • Að minnsta kosti einn lítri af vatni ef ekki er vatn á svæðinu (meira ef gengið er í miklum hita). Nesti í gönguferðum og ferðalögum ? 66 H eimili Ð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=