Næring og lífshættir

Svanurinn er opinbert umhverfis- merki Norðurlanda. Ýmis íslensk framleiðsla og þjónusta er merkt Svaninum. Blómið er opinbert umhverfis- merki Evrópusambandsins. Endurvinnslumerkið er alþjóð- legt og þýðir að hægt sé að endur- vinna umbúðirnar. Varan sem er í umbúðunum þarf samt ekki að vera endurvinnanleg eða endur- nýtanlegt. Endurvinnslumerkið getur verið í mismunandi litum eða í sama lit og umbúðirnar en upphleypt eða greypt í þær. Réttlætismerkið (Fair traide) er í raun ekki umhverfismerki heldur merki um sanngjarna viðskipta- hætti. Jafnframt hefur verið reynt að láta framleiðsluna fara fram á eins sjálfbæran og um- hverfisvænan hátt og hægt er. Aðaláhersla er á útflutning frá þróunarlöndum til þróaðra landa og að vörur komist beint til kaup- enda án þess að stórfyrirtæki séu milliliðir. Græni punkturinn er á mörgum umbúðum í íslenskum verslun- um. Þetta merki er notað í fjöl- mörgum Evrópulöndum og tákn- ar að framleiðandinn sé búinn að greiða fyrir förgun vörunnar. Sumir rugla þessu merki saman við endurvinnslumerkið. Þetta er ekki endurvinnslumerki og því ekki víst að hægt sé að endur- vinna umbúðirnar. 65 H eimili Ð ? 1. Skoðaðu 10 vörutegundir og skráðu hvort á þeim séu endurvinnslumerki. 2. Farðu í næstu verslun og finndu vörur sem eru vottaðar sem lífrænt ræktaðar, þ.e. merktar með viðurkenndu merki. 3. Hvað fannstu marga vöruflokka? 4. Eru vörur í búðinni sem sagðar eru lífrænar án þess að hafa viðurkennt merki? Lífræn ræktun Merkið er opinbert merki um lífræna ræktun sem segir til um að ákveðin skilyrði hafi verið uppfyllt við ræktun á vörunni, t.d. að fræ, áburður og varnarefni þurfi að vera af náttúrulegum toga og að búfé hafi fengið lífrænt fóður. Tún – lífræn vottun er íslenskt merki. Vörur með þessu merki eru framleiddar með lífrænum aðferðum í samræmi við íslensk- ar og evrópskar reglugerðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=