Næring og lífshættir
64 H eimili Ð er ein áhrifaríkasta leiðin til að vernda umhverfið og gæta jarðarinnar svo að allir jarðarbúar geti lifað hér mannsæm- andi lífi um ókomin ár. 1. Finndu uppruna 10 vörutegunda í eldhúsinu. 2. Af hverju er almennt umhverfisvænna að neyta fæðu úr jurtaríki en dýraríki? 3. Hvort hefur minni áhrif á umhverfið að borða ber sem þú tínir úti í náttúrunni eða ber sem eru ræktuð í gróðurhúsi? Við gerum ráð fyrir góðri umgengni á báðum stöðum. 4. Er sorp flokkað í skólanum? Ef svo er, hvað er flokkað og hvað er gert við það sem er flokkað? 5. Er einhver endurvinnsla í skólanum? 6. Er skólinn með umhverfisstefnu? 7. Hvaða tómata átt þú að velja í búð á Íslandi ef þú vilt huga að umhverfinu við innkaupin: a Íslenska tómata eða tómata frá Hollandi? b Íslenska tómata í lausu eða íslenska tómata sem eru pakkaðir? c Íslenska lífrænt ræktaða tómata eða hollenska lífrænt ræktaða tómata? Umhverfismerki Umhverfismerki er vottun um að vara eða umbúðir hennar standist kröfur um að skaðleg áhrif á umhverfið séu innan ákveðinna settra marka. Vörur merktar með umhverfis- merki skaða því umhverfið minna en aðrar sambærilegar vörur. Opinber umhverfismerki auðvelda neytendum að velja vörur sem gerðar eru miklar kröfur til á sviði gæða- og umhverfismála. ?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=