Næring og lífshættir

63 H eimili Ð Gróðurhúsaáhrif Gróðurhúsaáhrif eða hitaaukning á jörðinni stafa af auknu magni ýmissa lofttegunda við yfirborð jarðar. Þessar loftteg- undir eru m.a. koltvíoxíð (CO 2 ) og metan (CH 4 ). Koltvíoxíð myndast við öndun lífvera og bruna á lífrænu efni s.s. timbri og olíu. Metan verður til í náttúrunni við rotnun í súrefnis- snauðu umhverfi og við gerjun í meltingarfærum jórtur- dýra. Það myndast einnig við landbúnaðarframleiðslu og við rotnun sorps. Metan hefur aukist mikið í andrúmsloft- inu vegna vaxandi húsdýrahalds og rotnunar í landbúnaðar- framleiðslu. Með því að vera ábyrgur neytandi getur þú lagt þitt af mörkum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum, hlýnun jarðar og loftslagsbreytingum. Með því að: • Kaupa vörur sem hafa ekki ferðast um langan veg til þín frá framleiðslustað, þá leggur þú þitt af mörkum til þess að minnka útblástur koltvíoxíðs. • Kaupa einungis það magn af matvælum sem þú þarft að nota og þannig minnka myndun matarleifa og þá verður minni rotnun lífræns úrgangs. Þannig dregur þú úr metanmyndun. Vistspor Vistsporið reynir að meta ágang manna á jörðina með því að mæla neyslu þeirra. Því meiri sem neyslan er því stærra er vistsporið. Vistsporið sýnir hversu mikið landsvæði þarf til að sjá fyrir þeirri neyslu sem samfélagið notar og til að taka við þeim úrgangi sem frá samfélaginu kemur. Neysla Íslendinga er með því mesta sem gerist í heiminum. Vistspor Íslendinga er því margfalt stærra en vistspor fátæk- ustu ríkja heims. Ef allir jarðarbúar væru jafn neyslufrekir og Íslendingar þá þyrftum við að hafa sex jarðir eða fleiri til að geta staðið undir allri neyslunni. Það er augljóst að slíkt er ekki hægt og því mjög mikilvægt að endurskoða hana. Það Mundu að margt smátt gerir eitt stórt! Mundu að enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=