Næring og lífshættir

62 H eimili Ð Þannig að þegar við förum í búðina að versla, þurfum við að skoða innihaldslýsingar og umbúðirnar til að leita eftir um- hverfis- og endurvinnslumerkjum. Auðvitað þarf svo líka að skoða verðið! Þegar heim er komið er mikilvægt að: • Nýta vel það hráefni sem keypt var – það sparar bæði peninga og er betra fyrir umhverfið. • Flokka umbúðirnar utan af vörunum. • Nota fjölnota umbúðir fyrir nesti – box í stað poka. • Nota fjölnota umbúðir en ekki plastpoka utan um afganga. • Flokka lífrænan úrgang ef mögulegt er. Sorpflokkun og endurvinnsla Mjög mikilvægt er að reyna að minnka sorp sem myndast á heimilum. Það gerum við með innkaupum okkar, hafa sem minnst af umbúðum. Það sparar einnig þann tíma sem fer í að flokka og ganga frá sorpi. Flokkun er mjög mikilvæg og minnkar það sorp sem fer til urðunar. Sorpflokkun og endur- vinnsla er því góð leið til að vernda umhverfið. Hægt er að flokka og endurvinna stóran hluta af heimilisúrgangi. Sumt er hægt að endurvinna aftur og aftur. Sumir eru með flokk- unartunnur við heimili sín en aðrir fara með flokkað sorp á endurvinnslustöðvar. Hægt er að flokka lífrænan úrgang, s.s. matarleifar, og setja í safnkassa í garðinum sínum þar sem hann breytist í moltu eða mold á nokkrum árum. Plastflöskur verða flísefni og fernur, pappi og pappír er endur- unnið í nýjar vörur. Gosdósir úr áli verða að nýjum gosdósum og hægt er að endurvinna hverja gosdós mörgum sinnum. Það er mun betra fyrir umhverfið að framleiða gosdós úr gosdós en að taka ál úr náttúrunni til að framleiða efni í gos- dós. Drekkum íslenskt kranavatn í stað flöskuvatns – engin orka hefur farið í framleiðslu á umbúðum og engin orka fer í endurvinnslu eða förgun umbúða. Engin orka hefur farið í að flytja það frá verk- smiðju í verslanir. Svo er vatn líka hollasti svaladrykkurinn og vatnssopi úr krana kostar ekkert! Á sorpa.is er hægt að fá nánari upplýsingar um flokkun og endurvinnslu. ! ! Mundu: • Nota minna • Nota aftur • Endurvinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=