Næring og lífshættir
61 H eimili Ð þarf að taka flutninginn með í reikninginn og þá orku sem þarf til að flytja vöruna á áfangastað. Að lokum þarf svo að skoða hvað myndast mikill úrgangur vegna vörunnar og hvernig er hægt að farga þeim úrgangi. Ef við viljum hugsa vel um umhverfið með innkaupum okkar er gott að hafa eftirfarandi í huga: • Fara með fjölnota poka í búðina í stað þess að kaupa plastpoka . • Kaupa minna og einungis það sem þarf að nota – það sparar peninga og minni úrgangur myndast. • Kaupa lífrænt ræktaðar vörur – við lífræna ræktun er ekki notað skordýra- og illgresiseitur, hormónar eða erfðabreytt efni. • Kaupa lítið unna fæðu – minni orka hefur farið í framleiðsluna. Lítið unnin fæða er yfirleitt líka holl- ari. • Kaupa fæðu sem hefur ekki ferðast um langan veg – minni orka hefur farið í að flytja hana. Vara sem framleidd er í heimabyggð hefur ferðast styst og ætti því líka að vera ferskari. • Kaupa vörur í engum eða litlum umbúðum – minni orka og minna hráefni við framleiðslu umbúðanna. • Kaupa vörur í umbúðum sem hægt er að endur- vinna – það er alltaf betra að endurvinna en að urða úrgang. Endurvinnanlegar umbúðir eru í raun hráefni í nýja vöru og þá þarf ekki að taka hráefni úr náttúrunni til að framleiða vöruna. Sumt er hægt að endurvinna aftur og aftur. Skoðaðu umbúðirnar áður en þú velur vöruna og athugaðu hvort þær séu með endurvinnslumerki. Sjá mynd af endurvinnslumerki á bls. 65. • Kaupa umhverfismerkta vöru – þær hafa ekki eins skaðleg áhrif á umhverfið og sambærilegar vörur sem ekki eru umhverfismerktar. Sjá umhverfismerkin á bls. 65.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=