Næring og lífshættir

60 H eimili Ð Umhverfisvernd og neysla Neysla er það sem við tökum til okkar af mat, drykk og öðr- um varningi og þjónustu sem við nýtum dag frá degi. Til að standa undir neyslu okkar þarf mikla orku og landrými. Það þarf orkuver, raflínur, námur og verksmiðjur, vegi og land- svæði til að rækta það sem við neytum og ala búfé. Einnig þarf landrými til að taka við úrganginum sem frá okkur kemur. Fæðan sem við neytum er komin beint eða óbeint úr auð- lindum jarðar. Við borðum ávexti og ber, við neytum korns og grænmetis og við borðum fisk og kjöt. Flest af því sem við borðum er ræktað og til ræktunarinnar þarf mikið vatn og landsvæði. Stórum landsvæðum jarðar hefur verið um- breytt úr sínum upprunalegu vistkerfum í landbúnaðar- svæði til ræktunar fæðu fyrir fólk eða í beitiland fyrir búfé, s.s. nautgripi, sem endar svo á diskum manna. Margfalt meira landrými þarf ef nýta á landið sem beitiland heldur en til ræktunar grænmetis eða kornmetis. Almennt förum við því betur með auðlindir og landrými með því að neyta fremur landbúnaðarvara úr jurtaríki en dýraríki. Vatn er dýrmæt auðlind og við framleiðslu á matvælum þarf mikið af vatni. Mestur hluti vatnsnotkunar heimsins fer til landbúnaðar. Það þarf margfalt meira vatn til að framleiða fæðu heldur en notað er sem drykkjarvatn. Til að framleiða kíló af korni þarf meira en þúsund lítra af vatni og tífalt meira vatn til að framleiða kíló af kjöti. Því er aðgangur að hreinu vatni ekki bara mikilvægur til að hafa drykkjarvatn heldur einnig til framleiðslu á matvælum. Auðlindir jarðar og hráefni eru ekki óþrjótandi og því mikil- vægt að nýta þær skynsamlega og fara vel með þær. Ein áhrifaríkasta leiðin til að vernda umhverfið er að huga að neyslunni og það gerum við helst með því að hugsa vel um hvað við kaupum, hvernig við nýtum það og hvort við flokk- um og endurvinnum þann úrgang sem myndast. Þegar áhrif vöru, s.s. matvæla, á umhverfið eru skoðuð þarf að hafa í huga allan lífsferil vörunnar, þ.e. hvernig hún var framleidd og hvaða efni voru notuð við framleiðsluna. Svo Heimilið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=