Næring og lífshættir

4 A lmenn næringarfræ Ð i Almenn næringarfræði Helstu einkenni slíks fæðis eru: • Fjölbreytni – borða eitthvað úr hverjum geira fæðuhringsins, helst í hverri máltíð. • Ávextir og grænmeti daglega. • Fiskur að minnsta kosti tvisvar í viku, helst oftar. • Fituminni mjólkurvörur. • Olía eða mjúk fita í stað harðrar fitu. • Salt í hófi. Næringarefni nefnast þau efni sem berast okkur með fæð- unni. Fyrir eðlilega líkamsstarfsemi þurfum við fjöldamörg næringarefni og hæfilegt magn af hverju fyrir sig. Með þess- um næringarefnum eru uppfylltar þrjár grunnþarfir manns- ins, þ.e. vökvaþörf, orkuþörf og bætiefnaþörf. Vökvaþörf Vökvaþörf okkar er um 2–3 lítrar á dag en hún eykst ef við svitnum mikið. Til að minna á vökvaþörfina höfum við þorstann, við verðum þyrst ef vantar vökva í líkamann. Besti drykkur við þorsta er vatn. Auk þess fáum við mikið af vatni úr ýmsum öðrum drykkjum og matvælum. Nánar er fjallað um hlutverk vatns í líkamsstarfseminni og hvernig hægt er að uppfylla vökvaþörf líkamans í kaflanum um vatn. Maðurinn er það sem hann etur segir einhvers staðar. Þegar við íhugum þessa fullyrðingu nánar sjáum við að þetta er rökrétt, því líkaminn er gerður úr og viðhaldið með þeim efnum sem berast honum með fæðu. Rannsóknir sýna að það er samhengi á milli mataræðis og andlegrar og líkam- legrar vellíðunar. Því er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig hollt fæði er samsett.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=