Næring og lífshættir

55 M atvælafræ Ð i Innmatur er það kallað þegar innyfli sláturdýra eru nýtt til matar, t.d. lifur og nýru. Á haustin er stundum tekið slátur á heimilum eins og það er kallað. Þá hjálpast fjölskyldan oft að við að búa til blóðmör og lifrarpylsu. 2.10 Dæmi um unnar kjötvörur úr innmat Afurð Vinnsla Blóðmör Gerður úr lambablóði, rúgmjöli, haframjöli, mör og salti. Blandan er sett í keppi og soðin. Lifrarpylsa Gerð úr hakkaðri lambalifur, rúgmjöli, hveiti, haframjöli, mör, mjólk og salti. Sett í keppi og soðin. Lifrarkæfa Gerð úr fínhakkaðri lifur (oftast svínalifur), svínaspiki, hveiti, mjólk, eggi og salti og kryddi. Blandan er svo sett í form og bökuð í ofni. Hér hefur verið fjallað um 21 tegund af unnum kjötvörum en fleiri slíkar eru á markaði. Af þessu má sjá hvað matvæla- vinnsla eykur fjölbreytni matvæla. Með því að velja mjólkur- vörur sem dæmi hefði líka verið hægt að fjalla um margar tegundir af unnum mjólkurvörum. 1. Hver er munur á hreinum og blönduðum kjötvörum? 2. Hver er munur á hökkuðu kjöti og hamborgara? 3. Hver er munur á hamborgara og borgara? 4. Hver er munur á bjúgum og pylsum? 5. Hver er munur á kindakæfu og lifrarkæfu? 6. Hver er munur á lifrarpylsu og lifrarkæfu? 7. Ræðið í bekknum um sláturgerð. Er tekið slátur heima hjá ykkur? Borðið þið slátur? Hver eru helstu næringarefni í slátri? ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=