Næring og lífshættir

54 M atvælafræ Ð i 2.9 Dæmi um blandaðar unnar kjötvörur Afurð Vinnsla Beikon Saltað og oftast reykt svínakjöt sem skorið er í þunnar sneiðar. Oftast matreitt með því að steikja það á þurri pönnu en stundum er það líka notað til að bragðbæta rétti. Bjúgu Sver pylsa úr grófhökkuðu eða smátt brytjuðu feitu kjöti að viðbættu bindiefni, til dæmis kartöflumjöli. Blandan er sett í plast og reykt. Til eru bæði kindabjúgu og hrossabjúgu eftir því hvaða kjöt er notað. Borgari Ef aðrir próteingjafar en kjöt (til dæmis sojaprótein) eru notaðir í eða við framleiðsluna má varan ekki heita hamborgari heldur skal hún heita borgari. Hamborgarhryggur Saltaður og léttreyktur purulaus svínahryggur. Hangikjöt Saltað og reykt lambakjöt. Nafnið kemur til af því að fyrr á öldum var kjötið hengt upp í rjáfur hlóðaeldhúsanna. Þar lék reykurinn frá hlóðunum um það. Nú er hangikjöt aðallega reykt í reykofnum. Hangiálegg Brauðálegg sem unnið er úr soðnu hangikjöti sem er pressað eftir suðu og síðan skorið í örþunnar sneiðar. Kindakæfa Mauksoðið feitt kindakjöt sem er hakkað ásamt lauk og kryddað. Kæfan stífnar þegar hún kólnar. Kjötfars Fínhakkað feitt kjöt blandað bindiefni og kryddað. Pepperóni, spægipylsa, salamí Sterkkryddaðar áleggspylsur. Gerðar úr feitu hökkuðu svína- og nautakjöti og kryddi. Blandan er sett í svera tilbúna görn og kaldreykt í langan tíma þannig að pylsan þornar upp. Pylsan er skorin í mjög þunnar sneiðar og oft notuð á pitsu. Rúllupylsa Slög af lömbum eða svínum eru krydduð og vafin í þétta rúllu. Rúllan er soðin og svo pressuð í sérstakri rúllupylsupressu. Rúllupylsan er skorin í þunnar sneiðar. Skinka Svínakjöt, vatn, bindiefni og salt. Skinkan er soðin og oft reykt, síðan er hún sett í pressu og svo skorin í þunnar sneiðar. Svið Kindahausar sem ullin hefur verið sviðin af. Hausarnir eru síðan sagaðir í tvennt, þvegnir vel og soðnir. Sviðasulta Soðin svið, kjötið tekið af beinunum og skorið í litla bita, sett í form og soði hellt yfir. Hlaup á að myndast þegar soðið kólnar. Saltkjöt Lambakjöt sagað í mátulega stóra bita, sett í tunnu og sterkri saltlausn (saltpækli) hellt yfir. Verkunin tekur nokkrar vikur. Vínarpylsur Fínhakkað kjöt (svína-, lamba- og nautakjöt) blandað bindiefni, til dæmis undanrennudufti og kartöflumjöli, og kryddað. Blandan er sett í tilbúnar garnir og léttreykt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=