Næring og lífshættir

53 M atvælafræ Ð i Unnar matvörur Við matvælavinnslu eru búnar til ýmsar afurðir úr einhverju grunnhráefni. Við vinnsluna er ýmist hægt að meðhöndla hráefnið á einhvern hátt og breyta þannig gerð þess (skera niður, hakka) eða bæta við öðrum efnum, ýmist hráefnum eða aukefnum. Hér er kjöt tekið sem dæmi um hvað hægt er búa til margar afurðir úr einu og sama hráefninu. Talað er um hreinar kjötvörur ef engu hefur verið bætt í en blandaðar kjötvörur ef öðrum hráefnum eða aukefnum hefur verið blandað saman við. 2.8 Dæmi um hreinar kjötvörur sem eru unnar á mismunandi vegu Aðferð Afurð Skurður Hryggur, kótelettur, læri, lærisneiðar, bógur, lundir, fille Hökkun Kjöthakk Hökkun og mótun Hamborgarar Algengt er að vinna kjötvörur frekar og blanda saman við þær ýmsum hráefnum og aukefnum. Tilgangur vinnslunnar getur verið ýmiss konar. Áður fyrr var megintilgangurinn að auka geymsluþol eins og til dæmis hangikjöt og saltkjöt. En á seinni tímum er tilgangurinn frekar að hafa áhrif á bragð, auka vöruúrval eða framleiða ódýrari vörur. Iðulega eru unn- ar kjötvörur ódýrari en hreinar kjötvörur enda eru hráefnin sem bætt er í oft mun ódýrari en kjöt og auk þess er hægt að nýta ýmsa hluta skepnunnar í unnar kjötvörur. Kjötvörur geta verið gerðar hvort sem er úr kjöti eða innmat. ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=