Næring og lífshættir
52 M atvælafræ Ð i Tilkynna skal til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga ef matareitrun eða matarsýking kemur upp. ? Ráð til að koma í veg fyrir matareitranir og matarsýkingar • Þvoið hendur áður en þið meðhöndlið matvæli og alltaf eftir salernisnotkun. • Ef þið hafið sár á höndum notið þá hanska þegar þið meðhöndlið matvæli. Ef sýking er í sárinu á alls ekki að meðhöndla matvæli. • Þvoið vandlega öll áhöld (til dæmis skurðarbretti og hnífa) þegar búið er að vinna með hrá matvæli. • Skolið vel allt hrátt grænmeti áður en það er notað, líka grænmeti sem keypt er niðurskorið í pokum. • Viðkvæmur matur skal geymdur í kæli. • Halda skal aðskildum soðnum og hráum matvælum. • Allt kjöt, sérstaklega svína- og fuglakjöt þarf að þiðna í gegn áður en matreiðsla hefst, til að auðvelda fullkomna hitun við matreiðsluna. • Kjöt skal þíða í kæliskáp og gæta þess að vökvi úr kjötinu mengi ekki aðrar matvörur. Látið þiðna í umbúðum, plastpoka eða skál. • Svína- og fuglakjöt skal ætíð matreiða á þann hátt að það sé gegnumsteikt eða gegnumsoðið. • Látið líða sem skemmstan tíma milli suðu matvæla og neyslu. 1. Hver er munurinn á orsökum matarsýkinga og matareitrana? 2. Ef þú færð uppköst og niðurgang tveimur klukkustundum eftir að þú hefur borðað samloku með rækjusalati, hvort er líklegra að þú hafir fengið matarsýkingu eða matareitrun? 3. Hvernig geta perfringensbakteríur valdið skaða í matvælum? 4. Hvað er krossmengun? 5. Hvert á að tilkynna það ef matareitrun eða matarsýking koma upp? 6. Hvers vegna er það stundum kallað falskt öryggi þegar hanskar eru notaðir við meðhöndlun matvæla? 7. Ræðið í bekknum hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir matarsýkingum og matareitrunum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=