Næring og lífshættir

51 M atvælafræ Ð i þessum bakteríum í mat getur það komið fram á bragði eða öðrum gæðum. Einkenni matareitrunar af völdum perfringens-bakteríu koma heldur seinna fram en þegar um klasasýkla er að ræða eða eftir um 10–24 klukkustundir. Lýsa þau sér aðallega sem niðurgangur og verkir en uppköst eru sjaldgæf. Krossmengun Hanskar eru stundum notaðir við meðhöndlun matvæla, yfirleitt einnota hanskar. Það er einkum gert í tvennum til- gangi. Annars vegar geta þeir varið hendurnar fyrir efnum sem skilja eftir sig lykt eða lit (til dæmis laukur, bláber). Hins vegar ef sár eru á höndum og er þá tilgangurinn að hindra að smit úr sárinu berist í matvælin. Mikilvægt er að muna að hanskar verða óhreinir alveg á sama hátt og hendurnar og þá þarf að þvo jafnoft og hendurnar eða skipta um hanska. Ekki má fara á milli hrárrar og soðinnar vöru án þess að skipta um hanska eða þvo hanskana alveg eins og hendurnar. Sumir telja að nóg sé að setja á sig hanska og þá berist engir sýklar í matinn. Þetta er að sjálfsögðu rangt. Sýklar berast jafnt í matinn með óhreinum hönskum eins og óhreinum höndum. Þess vegna er stundum talað um falskt öryggi þegar fólk notar hanska við meðhöndlun á matvælum. Þegar sýklar berast frá einni tegund matvæla yfir í aðra er talað um krossmengun. Þetta getur til dæmis gerst ef skurð- arbretti eða hnífur sem notað hefur verið til að skera hrátt kjúklingakjöt er notað til að skera niður grænmeti í hrásalat án þess að þvo áhöldin vel áður. Þá geta sýklar úr kjötinu borist í salatið og þannig ofan í neytandann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=