Næring og lífshættir
3 I nngangur Inngangur Kennslubók þessi er skrifuð með efstu bekki grunnskólans í huga. Byggt er á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla og er bókinni ætlað að fylla inn í eyður fyrra námsefnis í þeirri viðleitni að gefa út heilsteypt námsefni í heimilisfræði fyrir alla bekki grunnskólans. Námsefni heimilisfræði tengist náið daglegu lífi nemenda. Markmið bókarinnar er að fræða nemendur um og benda þeim á hina ýmsu þætti matvæla- og næringarfræði ásamt örveru- og hreinlætisfræði í þeirra daglega lífi, gildi þessara þátta fyrir samfélagið í heild og fyrir umhverfið. Kaflarnir byggjast upp á beinni fræðslu, verkefnum og spurn- ingum. Gengið er út frá að hver og einn geti leitað upplýs- inga í nánasta umhverfi og nýtt sér hinn mikla fjölbreytileika sem þar er að finna. Námsefnið leynist alls staðar, í eldhús- skápunum, næstu verslun, náttúrunni, bókum og á netinu. Gert er ráð fyrir að nemendur nýti sér sem fjölbreytilegastar aðferðir til að afla sér þekkingar og reynslu. Vonast er til að nemendur geti haft nokkurt gagn og gaman af kennslubók þessari. Reykjavík 2012 Brynhildur Briem
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=