Næring og lífshættir

47 M atvælafræ Ð i Sykuralkóhólar Sykuralkóhólar hafa svipaða uppbyggingu og sykur en skemma ekki tennurnar og sumir þeirra hafa jafnvel einnig verndandi áhrif gegn tannskemmdum. Um helmingi minni orka (færri hitaeiningar) fæst við neyslu á sykuralkóhólum en á sykri og einn þeirra (erythritol) gefur enga orku. Sykur- alkóhólar gefa minna sætt bragð en gervisætuefnin og sumir eru meira að segja minna sætir en sykur. Þetta leiðir til þess að ef ná á sama sætubragði og af sykri þarf að nota meira magn og þar með gefa vörurnar yfirleitt ekki minni orku heldur en þegar sykur er notaður. Mikil neysla á sykur- alkóhólum getur valdið niðurgangi og það hafa menn nýtt sér við framleiðslu á hægðalyfjum. Sykuralkóhólar eru helst notaðir í tyggigúmmí, sælgæti og hægðalyf. Heimilt er að nota sjö sykuralkóhóla hér á landi. 2.7 Sykuralkóhólar sem heimilt er að nota á Íslandi, E-númer þeirra og sætleiki Viðurkennt heiti E-númer Sætleiki miðað við sykur (sykur=1) Sorbitól E 420 0,5 Mannitól E 421 0,7 Ísómalt E 953 0,5 Maltitól E 965 0,9 Laktitól E 966 0,4 Xylitól E 967 1,0 Erythritol E 968 0,7 Notagildi sykuralkóhóla: • Skemma ekki tennur. • Varna hægðatregðu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=