Næring og lífshættir

46 M atvælafræ Ð i Gervisætuefni eru notuð í ýmsa drykki, einkum gosdrykki og mjólkurvörur, en einnig í tyggigúmmí, sælgæti og strásætu. Strásæta er duft sem ætlað er til matargerðar í stað sykurs. Til eru mörg gervisætuefni en fimm þeirra eru mest notuð hér á landi. 2.6 Gervisætuefni sem mest eru notuð á Íslandi, E-númer þeirra og sætleiki Viðurkennt heiti E -númer Sætleiki miðað við sykur (sykur =1) Asesulfam-K (Sunett®) E 950 200 Aspartam (Nutra Sweet®) E 951 200 Síklamat E 952 30 Sakkarín E 954 450 Sukralósi (Splenda®) E 955 600 Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi gervisætuefna og sitt sýnist hverjum. En það gildir um þessi efni eins og önnur aukefni að þau eru undir reglubundnu eftirliti. Ekki er veitt leyfi fyrir notkun þeirra ef talið er að þau geti verið skaðleg ef vöru sem þeim er blandað í er neytt í eðlilegu magni. Fá efni hafa verið rannsökuð eins mikið og gervisætuefni. Í þessum rannsóknum er athugað hvort neysla þeirra hafi skaðleg áhrif á líkamsstarfsemina. Meðal annars er skoðað hvort efnin geti hugsanlega verið eitruð, haft skaðleg áhrif á fóstur eða verið krabbameinsvaldandi. Þá er einnig athugað í hve stórum skömmtum sé óhætt að neyta þessara efna án þess að hljóta skaða af. Fundin eru út svokölluð dagleg neyslugildi fyrir efnin. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) metur hvort gervi- sætuefni geti haft óæskileg áhrif á heilsu. Ef stofnunin tel- ur ekki ástæðu til að óttast að svo sé er efnið talið hæft til notkunar í matvæli og leyft í tilteknar vörur og í tilteknu magni. Eftir sem áður fylgist stofnunin vel með öllum nýjum upplýsingum sem fram koma um gervisætuefnin til að vera viss um að engin áhætta sé tekin með notkun efnanna. Ásættanleg dagleg inntaka (ADI) er það magn efnis sem talið er óhætt að neyta daglega alla ævi án þess að hljóta skaða af. Magn efnis er yfirleitt gefið upp sem milligrömm (mg) efnis fyrir hvert kíló líkams- þunga okkar. Sem dæmi má nefna að daglegt neyslugildi fyrir aspartam er 40. Þetta þýðir að sá sem er 50 kg á því að þola að borða 40 mg x 50 = 2000 mg af efninu á hverjum degi alla ævi án þess að hljóta skaða af. !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=