Næring og lífshættir
44 M atvælafræ Ð i 2.5 Aðrar gerðir sykurs Tegund Lýsing og sætleiki Ávaxtasykur Sykur sem er að finna í miklu magni í mörgum ávöxtum. Hann er sætastur á bragðið af öllum sykri. Þrúgusykur (glúkósi) Er einungis ein sykureining (eins og ávaxtasykur). Finnst einkum í vínberjum og hunangi. Hann er um 25% minna sætur en strásykur. Mjólkursykur Sykurinn sem er í mjólk. Kúamjólk inniheldur 5% mjólkursykur en hann er mun minna sætur en strásykur. ? 1. Úr hvaða jurtum er strásykur helst unninn? 2. Lýsið ferlinum þegar sykur er unninn úr sykur- rófum. 3. Hvað er mólassi? 4. Nefnið helstu afurðir sem gerðar eru úr strásykri. 5. Hvers vegna verður púðursykur stundum harður við geymslu? 6. Hvað er síróp? 7. Hvernig verður hunang til? 8. Hvaða sykur er sætastur alls sykurs? 9. Hvar er þrúgusykur helst að finna? 10. Hvers vegna er mjólk ekki sæt á bragðið þó hún innihaldi að jafnaði um 5% mjólkursykur?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=