Næring og lífshættir

41 M atvælafræ Ð i Sykur Sykur er ýmist unninn úr sykurrófum eða sykurreyr. Efna- heiti sykurs er súkrósi og hann er byggður upp úr tveimur einingum, það er einni einingu af þrúgusykri og einni einingu af ávaxtasykri. Sykurrófur eru ræktaðar víða í Evrópu, einkum í Þýskalandi og Rússlandi en einnig í Bandaríkjunum. Þeim svipar til rauð- rófu en innihalda meiri sykur eða um 15–20%. Sykurinn er unninn úr rófunum með því að skera þær í litla bita sem settir eru í heitt vatn. Sykurinn fer þá út í vatnið. Vatnið er eimað burt og þá myndast þykkt síróp sem er látið kristallast með því að láta vatnið gufa upp. Við það myndast hrásykur. Við frekari vinnslu er hrásykurinn þveginn og vatnið síðan aðskilið frá sykrinum í skildvindu. Loks er hleypt heitri gufu á sykurinn til lokahreinsunar og út fæst hvítur sykur. Aukaafurð í sykur- vinnslu er mólassi. Sykurreyr er 3–7 metra há grastegund sem ræktuð er í hita- beltinu, svo sem í Brasilíu, Kúbu og á Indlandi. Sykurinn er í stönglinum og er unninn með því að brjóta stöngul- inn og pressa safann út. Hrásafinn er síðan hreinsaður. Mest af hrásykri sem er á markaði er unninn úr reyrsykri. Sykurreyr Sykurrófa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=