Næring og lífshættir

39 M atvælafræ Ð i Kakó er unnið úr fræjum kakótrésins og eru mörg fræ í hverjum ávexti. Fræin eru látin gerjast. Síðan eru þau ristuð, hýðið tekið af og þau möluð niður og pressuð. Þá fæst út annars vegar kakósmjör og hins vegar kakómassi sem malaður er í kakóduft. Kakótréð var kallað fæða guð- anna hjá aztekum í fornöld. Í kakó er lítilsháttar af koffíni en meira af öðrum örvandi efnum sem svipar til koffíns. 2.1 Kakóafurðir Afurð Lýsing Kakósmjör Fita sem fæst úr kakóbaunum. Kakómassi Gerjaðar og malaðar kakóbaunir. Kakóduft Malaður kakómassi. Inniheldur alltaf að minnsta kosti 20% kakósmjör. Súkkulaðiduft, kakómalt Vara sem fæst með því að blanda saman kakódufti og sykri. Einnig er oft bætt í hana mjólkurdufti og maltextrakti. Súkkulaði er búið til með því að blanda saman kakósmjöri, kakódufti, sykri og stundum mjólkurdufti og bragðefnum, til dæmis vanillu. Til eru ýmsar gerðir af súkkulaði. 2.2 Ýmsar gerðir af súkkulaði Gerð af súkkulaði Framleiðsluaðferð Suðusúkkulaði Framleitt úr kakómassa, kakósmjöri og sykri. Kakóþurrefnið verður að vera að minnsta kosti 35% en getur verið miklu meira, jafnvel 86%, en þá er súkkulaðið mjög dökkt. Mjólkursúkkulaði Framleitt úr kakómassa, kakósmjöri, sykri og mjólk. Hvítt súkkulaði Framleitt úr kakósmjöri, mjólk og sykri. Kakóbaun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=