Næring og lífshættir

38 M atvælafræ Ð i Kaffi, te og kakó Kaffi er unnið úr kaffibaunum sem eru fræin í berjum kaffirunnans. Berin eru á stærð við kirsuber og eru fyrst græn en við þroskunina verða þau rauð. Í hverju beri eru tvær baunir sem umluktar eru aldinkjöti. Kaffirunninn er um 7–8 metrar á hæð. Arabiakaffi er sú teg- und sem mest er ræktað af. Við vinnsluna er aldinkjötið fjarlægt og baun- irnar þurrkaðar. Þær eru svo brenndar og þá myndast hið sérstaka kaffibragð. Loks eru baunirnar malaðar ýmist fínt eða gróft. Ef búa á til kaffi í pressukönnu er betra að hafa baunirnar grófmalaðar en fínmalaðar ef hella á upp á í fílterpoka. Kaffi er drukkið bæði vegna bragðsins og vegna þess að það inni- heldur koffín, sem er örvandi efni. Áður fyrr var stundum notaður kaffibætir til að drýgja kaffið. Hann var unninn úr rót kaffifífilsins (cichoriarót) sem er ekkert skyldur kaffirunn- anum og inniheldur ekki koffín. Rótin var þurrkuð og brennd og síðan blandað saman við malað kaffi. Te er unnið úr laufum terunnans. Ef blöðin eru bara þurrkuð verður afurðin grænt te en ef þau eru látin gerjast fyrir þurrkun fæst út svart te sem er mun bragðsterkara en það græna. Stundum er te bragðbætt til dæmis með sítrónu, berjum eða öðrum jurtum. Bæði svart og grænt te innihalda koffín en í því græna er þó heldur minna magn. Á mark- aði eru líka vörur sem stundum eru kallaðar te þó þær sé ekki gerðar úr laufum terunnans og innhalda því ekkert koffín. Stundum er um að ræða þurrkaða ávexti eða kryddjurtir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=