Næring og lífshættir

37 M atvælafræ Ð i Íþróttadrykkir eru drykkir sem ætlað er að bæta þeim sem stunda erfiðar íþróttir upp bæði vökva- og orkutap og jafn- vel tap á málmsöltum. Í þeim getur verið sykur eða önnur kolvetni sem eru lengur en sykur að fara út í blóðið og gefa orku. Magn kolvetna í drykkjum er mismunandi eftir því hvort þeir eru ætlaðir til neyslu á meðan á íþróttaiðkun stendur (vökvahleðsludrykkir) eða eftir áreynslu til að bæta upp orkutapið (orkuhleðsludrykkir). Þeir fyrrnefndu inni- halda iðulega 6–8% kolvetni en þeir síðarnefndu geta inni- haldið allt upp í 20% kolvetni. Drykkirnir eru með ýmsum bragðefnum. Orkudrykkir eru þeir drykkir kallaðir sem innihalda koffín og einhvers konar orkugjafa, iðulega sykur. Þessi drykkir inni- halda oft um 10% sykur og stundum einhver önnur efni eins og til dæmis vítamín. Koffín er örvandi efni og neysla á því í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamann og andlegt ástand ekki síst hjá börnum og unglingum. 1. Hvaða munur er á ávaxtasafa sem framleiddur er úr þykkni og öðrum ávaxtasafa? 2. Hvaða grænmetissafa þekkir þú? 3. Hvaða munur er á sódavatni og öðrum kolsýrðum drykkjum? 4. Í hvaða tilgangi drekkur fólk helst íþróttadrykki? 5. Hvers vegna er mikil neysla á koffíni ekki talin æskileg? Ræðið um orkudrykki í bekknum. Þekkið þið ein- hverja slíka drykki? Er æskilegt fyrir börn og unglinga að drekka mikið af slíkum drykkjum? ? ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=