Næring og lífshættir

Ýmsar drykkjarvörur Ávaxtasafi er pressaður úr ávöxtum. Ýmist er notuð ein teg- und ávaxta í safann, eins og appelsínusafi, eða fleiri tegundir og heitir blandan þá ýmsum nöfnum. Stundum er ávaxtasafi sem við kaupum búinn til úr þykkni. Við framleiðslu hans er vatn skilið frá eftir að safinn hefur verið pressaður úr ávext- inum. Þá verður til þykkni. Seinna er svo nýju vatni blandað saman við það. Þetta er iðulega gert ef flytja þarf ávaxtasaf- ann langar leiðir jafnvel milli heimsálfa. Þá er þykknið flutt á milli og vatninu svo blandað saman við í neyslulandinu. Ef safinn er framleiddur úr þykkni á það að koma fram á merk- ingu umbúðanna. Nektar er það kallað þegar vatni og sykri hefur verið bætt út í ávaxtasafa. Sumir ávaxtasafar eru svo bragðmiklir og jafn- vel rammir að þeir þykja betri eftir að búið er að bæta við þá vatni og sykri. Þetta á til dæmis við um trönuberjasafa. Með þessu móti verða drykkirnir líka ódýrari því vatn og sykur er ódýrara en ávextir. Grænmetissafi er pressaður úr grænmeti. Algengast er að búa til tómatsafa og gulrótarsafa. Gosdrykkir eru vatn með viðbættri kolsýru. Einfaldasta gerð þeirra er sódavatn, þá hefur aðeins kolsýru verið bætt við vatnið. En oftast er bragðefnum og sykri eða gervisætuefni bætt við. Þetta eru hinir hefðbundnu gosdrykkir svo sem kóladrykkir (innihalda koffín) og drykkir með ávaxtabragði. Algengt er að sykraðir gosdrykkir innihaldi um10%sykur (10 g af sykri í 100 ml eða einum desilítra). Ef notuð eru gervi- sætuefni er talað um sykurlausa drykki eða létta drykki. Svaladrykkir eru þeir drykkir oft kallaðir sem eru bragð- bættir en án kolsýru. Í þessa drykki er ýmist settur sykur eða gervisætuefni. 36 M atvælafræ Ð i

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=