Næring og lífshættir

35 M atvælafræ Ð i Leiðbeinandi dagskammtur Samtök matvælaframleiðenda í Evrópu (CIAA) hafa komið af stað myndrænni merkingu sem kölluð er leiðbeinandi dagskammtur (Guidance daily allow- ance) og er skammstafað GDA. Mekið hefur hlotið mikla út- breiðslu meðal matvælaframleiðenda í Evrópu og er notað bæði á drykkjarvörur og önnur matvæli. Með merkinu eru gefnar upplýsingar sem miðast við einn skammt af viðkom- andi matvælum. Á myndrænan hátt eru upplýsingar um orku, fitu, sykur og salt teknar út úr merkingu næringargildis og gefið upp magn í skammti og hversu stórt hlutfall af dagsþörfinni einn skammtur gefi. Glútenlausa merkið er gjarnan sett á korn- vörur sem innhalda ekki glúten. Glúten er prótein sem er einkum að finna í hveiti, rúgi, byggi og stundum í höfrum. Þeir sem haldnir eru glútenóþoli þurfa að forðast matvæli sem innhalda glúten. Glútenlausa merkið auðveld- ar val á glútenlausum matvörum. Tannverndarmerki er stundum sett á vörur sem skemma ekki tennur. Það er gert í þeim tilgangi að vekja athygli á að viðkomandi vara valdi ekki tannskemmdum. 1. Farið í matvöruverslun eða í eldhússkápana heima hjá ykkur og leitið uppi matvörur sem eru merktar með einhvers konar merki. Hvað finnið þið? 2. Hvaða kosti teljið þið það hafa að nota svona merki á umbúðir matvæla? 3. Getið þið komið með hugmyndir að fleiri merkjum en hér hafa verið nefnd sem setja mætti á mat- væli til að gefa til kynna ákveðin innihaldsefni eða eiginleika vörunnar? ? 286 Calories 14% 2g Sugar 2,2% 8g Fat 11% 3.6g Saturates 18% Per pack provides… of your guideline daily amount 1.5g Salt 14%

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=