Næring og lífshættir

34 M atvælafræ Ð i Matvælafræði Merkingar Áhöld og umbúðir Í sumum löndum eru ýmis merki sett á umbúðir matvæla til að gefa til kynna ýmsa eiginleika vörunnar eða ákveðin inni- haldsefni. Á umbúðum innfluttra matvæla má oft sjá ýmis merki sem gilda í upprunalandinu. Fróðlegt er að velta því fyrir sér fyrir hvað þessi merki standa. Glas- og gaffalmerki er sett á umbúðir sem ætlaðar eru undir matvæli. Sérstakar reglur gilda um efni og hluti sem ætlað er að komist í snertingu við matvæli. Samkvæmt þeim á að merkja matvælaumbúðir sem ætlaðar eru undir matvæli annaðhvort með orðunum „ætlað fyrir snert- ingu við matvæli“ eða með því að nota glas- og gaffalmerkið. Matvæli Hollustumerki eru tákn sem sett eru á umbúðir matvæla sem uppfylla ákveðin skilyrði og merkja að varan hafi til- tekna, skilgreinda hollustueiginleika. Markmið með notkun merkjanna er að neytendur geti á skjótan hátt valið hollar matvörur við innkaup. Kröfur til matvæla sem fá að bera hollustumerki byggjast á viðurkenndum atriðum er varða samhengi næringar og heilsu. Skráargatið er hollustumerki sem hefur verið notað í Svíþjóð frá árinu 1989. Þetta merki má setja á matvörur sem innihalda lítið af fitu, sykri eða salti eða trefjaríkar matvörur, þó með einhverjum takmörk- unum. Nú er líka farið að nota Skráargatið í Danmörku og Noregi og í febrúar 2012 var á Alþingi sam- þykkt þingsályktunartillaga þess efnis að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli beiti sér fyrir því að unnt verði að taka upp merkið á matvörur sem framleiddar eru hérlendis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=