Næring og lífshættir

32 A lmenn næringarfræ Ð i Aukinni orkuþörf þeirra sem hreyfa sig mikið eða stunda æfing- ar er best að mæta með fjölbreyttu vel samsettu fæði. Undir- búningur fyrir æfingu felst í því að borða kolvetnaríkanmat fyrir æfingu en takmarka neyslu á fitu- og próteinríkum matvælum. Borða þarf hæfilega mikið því hvorki er gott að vera of saddur né of svangur. Þá þarf einnig að drekka fyrir æfingu. Til að bæta upp orkutap og stuðla að uppbyggingu eftir æfingu er æskilegt að borða vel samsetta máltíð sem inniheldur bæði prótein og kolvetni ásamt hæfilegu magni af fitu. Sumir velja að bæta sér upp orkutapið eftir æfingu með svokölluðum orkuhleðsludrykkjum. Það eru drykkir sem innihalda allt að 20% kolvetni og bragðefni. En vel samsett máltíð er mun betri kostur því þá fást öll næringarefnin sem líkaminn þarf á að halda. Próteinþörf þeirra sem stunda erfiðar æfingar er heldur meiri en annarra. Aukin próteinþörf íþróttafólks er oft til umræðu og sumir telja að best sé að uppfylla próteinþörfina með próteindufti eða einhverjum öðrum próteinvörum. En hefðbundið íslenskt fæði, þar sem meðal annars er borð- aður fiskur, kjöt, mjólkurvörur og egg, er mjög próteinríkt og samræmist þörfum líkamans. Með því fæði má uppfylla próteinþörfina og jafnframt hafa fullvissu fyrir því að um gæðaprótein sé að ræða. Dæmi um miðlungserfiða hreyfingu: Hjóla, synda eða skokka rólega. Dæmi um erfiða hreyfingu: Hlaupa, hjóla hratt eða spila fótbolta. Góðar matarvenjur eru undirstaða þess að börn og unglingar hafi orku og löngun til að hreyfa sig. !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=